Stofnandi og eigandi fyrirtækisins, Elías Gíslason, hóf rekstur undir nafninu EG. Heildverslun árið 1979.
Fyrirtækið er innflutnings- og útflutningsfyrirtæki.

Árið 2006 var EG. Heildverslun breytt í einkahlutafélagið EG. Heild ehf.

Innflutningur fyrirtækisins hófst á matvælum og sælgæti og fyrsta varan sem fyrirtækið verslaði með var tilbúið Pizzu deig og pizzu sósa frá fyrirtækinu “ Appian Way Pizza, inc,“ í Bandaríkjunum. Síðan hefur verið verslað með alls konar tilbúnar matvörur og sælgæti, aðallega frá Þýskalandi, Hollandi og Frakklandi.

Fljótlega byrjaði fyrirtækið að versla með vefnaðarvörur. Í upphafi var um að ræða hágæða handklæði og baðmottur frá fyrirtækinu “Fieldcrest-Cannon, inc.“ í Bandaríkjunum. Fyrirtækið EG. Heild ehf. hefur lagt metnað sinn í að bjóða uppá góða og vandaða vefnaðarvöru. Má þar nefna handklæði, rúmfatnað, rúmteppi, sængur, dúka og gluggatjöld. Ennfremur hefur fyrirtækið alltaf haft ýmiss konar jólavörur á boðstólum fyrir jólin.

Stefna fyrirtækisins hefur alltaf verið að bjóða upp á góða vöru á sanngjörnu verði. Hefur yfirleitt verið unnið með völdum viðskiptavinum og séð til þess að sérstaða viðskiptavinanna haldist sem best á þessum litla markaði á Íslandi, með þær vörur sem fyrirtækið selur.

Þar sem markaður er eins lítill og raun ber vitni hér á Íslandi, hefur þróunin orðið sú að fyrirtækið EG.Heild ehf. getur ekki sérhæft sig í einni vörutegund, heldur byggist velgengnin á fjölbreytileika og sveigjanleika.

EG. Heild ehf. hefur alltaf verið opið fyrir nýjum viðskiptahugmyndum og skoðar alla möguleika. Í áranna rás hefur fyrirtækið verslað með gólfteppi, húsgögn, íþróttavörur, skó og allt þar þá milli.

Útflutningur

Árið 1984 óskaði einn af viðskiptavinum eftir æðardúni frá Íslandi og upp frá því hófst útflutningur með æðardún hjá fyrirtækinu. Fyrst til Þýskalands en síðan einnig til Japans.

Frá upphafi hefur fyrirtækið lagt mikla áherslu á útflutning á æðardúni. Þar er um einstaka náttúruvæna vöru að ræða, og á sama máta mestu gæði, sem völ er á. Æðardúnn er afurð frá æðarfuglinum, þar sem fuglinn er ekki skaðaður á nokkurn hátt.

Það hefur verið stefna fyrirtækisins að stuðla að því að fá viðskiptavini fyrirtækisins, bæði frá Japan og Þýskalandi, til að koma til Íslands og sjá með eigin augum til að skilja hvernig afurðin verður til. Hefur það reynst mjög vel fyrir alla aðila.

Ennfremur hefur fyrirtækið mikinn áhuga á að flytja út og kynna íslensk ullarteppi.